Sílebúar tóku Kast Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 09:21 José Antonio Kast, verðandi forseti Síle, sigurreifur með eiginkonu sinni Maríu Píu Adriasola. AP/Matias Delacroix Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir. Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir.
Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36