Stærsta áskorun okkar tíma Michael Nevin skrifar 17. júlí 2019 07:00 Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Loftslagsmál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun