Standa vörð um Huawei-bann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Mitt Romney þingmaður. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Þá myndi frumvarpið einnig koma í veg fyrir að viðskiptamálaráðuneytið fjarlægði Huawei af svokölluðum svörtum lista en bannað er að stunda viðskipti með bandaríska tækni, vörur eða þjónustu við fyrirtæki á listanum. Trump setti bannið á fyrr á árinu eftir langa umræðu og fjölda ásakana bandarískra þjóðaröryggisstofnana um að Huawei stundaði njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Því hefur fyrirtækið alla tíð neitað. Undanfarnar vikur hefur Trump ýjað að því að banninu yrði hugsanlega aflétt ef Kína og Bandaríkin samþykkja nýjan viðskiptasamning. „Við þurfum að standa saman gegn þeirri ógn sem steðjar að bandarísku þjóðaröryggi, hugverkum og tækni vegna Kína. Frumvarpið okkar mun meina bandarískum fyrirtækjum að stunda viðskipti við Huawei svo lengi sem fyrirtækið telst ógn við þjóðaröryggi,“ sagði Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Tim Cotton, samflokksmaður Romneys, sagði Huawei síður en svo hefðbundinn viðskiptafélaga. „Það er leppur fyrir kínverska Kommúnistaflokkinn. Frumvarpið okkar styður við ákvörðun forsetans um að setja Huawei á svarta listann. Bandarísk fyrirtæki ættu ekki að selja óvinum okkar verkfæri til þess að njósna um bandarískan almenning.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Tengdar fréttir Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00 Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15
Tæknirisinn Huawei fær að koma inn úr kuldanum Þrjú stór samtök í tæknigeiranum sem skáru á tengsl við kínverska tæknifyrirtækið Huawei fyrr í mánuðinum hafa skipt um skoðun. 31. maí 2019 07:00
Svört staða Huawei en ekki ómöguleg Kínverski tæknirisinn getur ekki lengur stundað viðskipti við afar mikilvæga samstarfsaðila vegna banns Bandaríkjaforseta. Missir Android-stýrikerfið og mikilvæga örflöguhönnun. Forstjóri Huawei í Svíþjóð kveðst vongóður um að deilan verði leyst. 25. maí 2019 07:45