Körfubolti

Strákarnir komnir áfram og mæta Tékkum í 8-liða úrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið mætir því tékkneska á föstudaginn.
Íslenska liðið mætir því tékkneska á föstudaginn. mynd/fiba
Íslenska U-20 ára landsliðið í körfubolta karla er komið áfram í 8-liða úrslit í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal. Þetta var ljóst eftir sigur Rússlands á Hvíta-Rússlandi, 83-70, í kvöld.

Íslendingar unnu Ungverja fyrr í dag, 78-41, og enduðu með sex stig í A-riðli, líkt og Ungverjaland og Hvíta-Rússland. Sökum sigursins stóra í dag endaði Ísland efst af þessum þremur þjóðum.

Ísland mætir Tékklandi í 8-liða úrslitunum á föstudaginn. Tékkar unnu alla sína leiki í B-riðli með samtals 86 stiga mun.

Rússar enduðu í 1. sæti A-riðils en þeir unnu alla sína leiki með miklum yfirburðum, eða með samtals 145 stiga mun. Rússland mætir Búlgaríu í 8-liða úrslitunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×