Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 16:34 Hilmar Smári Henningsson var frábær í dag og skoraði 25 stig. Mynd/FIBA Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3 Körfubolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin. Nafnarnir úr Haukum, Hilmar Smári Henningsson og Hilmar Pétursson, voru allt í öllu í leik íslenska liðsins. Hilmar Smári var stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst en Hilmar bætti við 16 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum. Bjarni Guðmann Jónsson var með 13 stig og 9 fráköst. Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins, stillti spennustigið heldur betur rétt í dag því liðið spilaði sinn langbesta leik á mótinu þegar mest var undir. Þetta var fjórði og síðasti leikur liðanna í riðlakeppninni. Íslenska liðið hafði unnið Íra en tapað á móti Rússum og Hvít-Rússum. Þar sem Ungverjar unnu Hvít-Rússa skipti miklu máli að vinna þennan leik nógu stórt ætluðu strákarnir að ná sætinu í átta liða úrslitunum. Ungverjar voru búnir að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en þeir áttu engin svör á móti baráttuglöðum og vel spilandi íslenskum strákum. Íslenska liðið tapaði með fimm stigum á móti Hvít-Rússum sem töpuðu síðan með tólf stigum á móti Ungverjum. Þessi 37 stiga sigur þýðir að Ísland verður efst af þessum þremur þjóðum og tryggir sér sæti í átta liða úrslitum svo framarlega sem Hvít-Rússar taka ekki upp á því að vinna Rússa á eftir. Rússar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með talsverðum yfirburðum og ættu að öllu eðlilegu að klára leikinn á móti Hvíta Rússlandi seinna í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit en hin tvö liðin keppa um níunda til sextánda sæti. Íslensku strákarnir töku öll völd í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 21-9 og komst þar með þrettán stigum stigum yfir fyrir hálfleik, 33-20. Frábær vörn íslenska liðsins hélt Ungverjum í 20 stigum og 30 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleik og íslenska liðið vann líka fráköstin 27-17 í hálfleiknum. Hilmar Smári Henningsson skoraði 11 stig í fyrri hálfleiknum og svo fjögur stig til viðbótar á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar íslenska liðið komst átján stigum yfir 41-23. Ungverjarnir átti engin svör og munurinn var kominn up í 23 stig, 48-25, þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Íslenska liðið vann þriðja leikhlutann á endanum, 22-9 og var því 55-29 forystu fyrir lokaleikhlutann. Hilmar Smári endaði leikhlutann á þristi og var kominn með tuttugu stig eða aðeins níu stigum minna en allt ungverska liðið. Íslensku strákarnir voru þá einnig búnir að vinna síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum 43-18. Fjórði og síðasti leikhlutinn var aðeins formsatriði en strákarnir gáfu ekkert eftir og unnu hann 23-21 og þar með leikinn með 37 stiga mun.Stig íslenska liðsins í leiknum: Hilmar Smári Henningsson 25 (12 fráköst) Hilmar Pétursson 16 (9 fráköst, 6 stoðsendingar) Bjarni Guðmann Jónsson 13 (9 fráköst) Arnór Sveinsson 8 Orri Hilmarsson 5 Hlynur Logi Ingólfsson 4 Egill Agnar Októsson 4 Gabríel Sindri Möller 3
Körfubolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira