Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 19:01 Minnismerkið sem verður sett upp við Ok í ágúst. Andri Snær skrifaði textann á plagginu. skjáskot Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“ Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“
Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira