Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2019 09:15 Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Skoðun Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar