Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 15:49 Árásin átti sér stað á Neskaupstað. Vísir/Vilhelm Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51
Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent