Sendi nektarmyndir á vinkonu fyrrverandi kærustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 13:56 Hinn dæmdi bar að hann hefði hitt vinkonur kærustunnar á skemmtistað á Akureyri þar sem önnur hefði hrækt á hann. Í annað skiptið hefði verið sparkað í hann. Vinkonan þvertók fyrir slíka hegðun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér. Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér.
Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira