Innlent

Handteknir grunaðir um að stela reiðhjólum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var ýmislegt um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Það var ýmislegt um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. vísir/vilhelm
Lögreglan handtók í gærkvöldi þrjá menn í hverfi 105 í Reykjavík sem grunaðir eru um að stela reiðhjólum. Voru þeir vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var kona handtekin við Ingólfstorg í gærkvöldi þar sem hún hafði verið að áreita fólk en vegna ástands hennar var hún vistuð í fangageymslu. Það sama átti við um mann sem einnig var að áreita fólk í miðbænum í nótt.

Um þrjúleytið í nótt var síðan maður í annarlegu ástandi handtekinn við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði þar sem hann hafði verið að ráðast á fólk. Var hann líka vistaður í fangageymslu vegna ástands.

Þó nokkrir voru svo teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, þar á meðal maður sem grunaður er um akstur undir áhrifum, bílþjófnað, ofbeldi gegn lögreglumanni, hótanir og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×