Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Pálmi Kormákur skrifar 3. júlí 2019 06:15 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/anton brink Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. Um 40 til 50 manns af 2.250 tóku þátt. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ósátt. „Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk. Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum og vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt,“ segir Vigdís. Aðspurð hvort þetta sé ekki framhald af skólaverkföllunum sem hafa staðið síðan í febrúar, þar sem börn á sama aldri og þau í vinnuskólanum mótmæltu alla föstudaga til skólaslita segir Vigdís skólaverkföllin vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“ Vigdís kveðst vera komin á fulla ferð með málið. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar, ég tel að þetta sé alveg á mörkunum að vera löglegt,“ útskýrir Vigdís. Málið er á dagskrá borgarráðs á morgun og skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs. Ræða á málið í dag í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem Vigdís á sæti. „Síðan er Viðar Freyr Guðmundsson [flokksbróðir Vigdísar] búinn að senda erindi um þetta mál til umboðsmanns barna, og það verður mjög spennandi að sjá að hverju umboðsmaður barna kemst í þessu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira