Serbía nældi í bronsverðlaunin á EM kvenna sem fór fram í Lettandi og Serbíu síðustu vikur en Serbía vann á heimavelli í dag gegn Bretum, 81-55.
Serbarnir settu tóninn strax í upphafi og voru níu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhlutanum náðu Bretarnir aðeins að minnka muninn.
Hvoru megin sigurinn myndi enda var aldrei spurning eftir að Serbía vann þriðja leikhlutann 21-6 og lokatölur urðu 26 stiga sigur heimastúlkna, 81-55.
Magnaður árangur Breta en þær bresku fengu skell í bronsinu. Vasklega framganga þeirra vakti þó mikla athygli á mótinu enda Bretar ekki þekkt körfuboltaþjóð.
