Börn vilja vera með í ráðum þegar foreldrar birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 19:13 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hvetur foreldra til að staldra við og hugleiða hvernig verði farið með það efni sem þau kunna að birta af börnunum sínum. Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira