Börn vilja vera með í ráðum þegar foreldrar birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 19:13 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hvetur foreldra til að staldra við og hugleiða hvernig verði farið með það efni sem þau kunna að birta af börnunum sínum. Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira