Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 07:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45