Brostu – þú ert í beinni! Katrín Atladóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Nýlega spratt upp umræða á Twitter um eftirlitsmyndavél við Einarsnes í Skerjafirði. Hún er merkt umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndefninu er varpað, að ósk borgarinnar, í beinni útsendingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Nú veit ég ekki hvort íbúar við götuna, eða aðrir vegfarendur, eru sáttir við að vera í beinni útsendingu á netinu allan sólarhringinn, en málið vakti furðu mína. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að umhverfis- og skipulagssvið er með átta eftirlitsmyndavélar víðsvegar í borgarlandinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að fylgjast með færð vega! Lögreglan er einnig með tugi myndavéla í borginni og vill tvöfalda fjöldann. Áður fyrr var þessu eftirliti yfirleitt stýrt af fólki. Nú er því stýrt af tölvum sem hafa mikla vinnslugetu og geta unnið úr öllum upplýsingum jafnóðum. Andlitsgreining getur greint einstaklinga á mynd á augabragði, greint kyn, hvort viðkomandi er með tösku og margt fleira. Eftir því sem eftirlitsmyndavélum er fjölgað er auðveldara fyrir stjórnvöld (eða Vegagerðina í tilfelli Einarsness) að fylgjast með ferðum fólks, án nokkurs lögmæts tilefnis. Stjórnvöld í Kína hafa víða sett upp eftirlitsmyndavélar í landinu og nota þær til að fylgjast með fólki hvert sem það fer. Sama á við um nokkrar borgir í Bandaríkjunum og þar í landi er rætt um slíkt eftirlit í skólum. Félagi minn fór nýlega um LAX flugvöllinn í Los Angeles án þess að þurfa að sýna vegabréf, vélarnar þekktu hann. Þegar tækninni fleygir fram þarf að doka við og stíga varlega til jarðar. Þarf að fylgjast með færð á Einarsnesi á sumrin eða yfirleitt? Talsmenn eftirlitssamfélags segja oft að þeir hafi ekkert að fela, eftirlitið sé til þess að góma lögbrjóta. En við megum ekki byggja upp samfélag þar sem allir eru sjálfkrafa tortryggðir meðan langflestir fara að lögum og reglum. Áður var viðkvæðið að fylgjast með þeim sem gerðu eitthvað af sér. Nú virðist það vera að fylgjast með öllum, alls staðar, öllum stundum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Persónuvernd Reykjavík Skipulag Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýlega spratt upp umræða á Twitter um eftirlitsmyndavél við Einarsnes í Skerjafirði. Hún er merkt umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndefninu er varpað, að ósk borgarinnar, í beinni útsendingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Nú veit ég ekki hvort íbúar við götuna, eða aðrir vegfarendur, eru sáttir við að vera í beinni útsendingu á netinu allan sólarhringinn, en málið vakti furðu mína. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að umhverfis- og skipulagssvið er með átta eftirlitsmyndavélar víðsvegar í borgarlandinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að fylgjast með færð vega! Lögreglan er einnig með tugi myndavéla í borginni og vill tvöfalda fjöldann. Áður fyrr var þessu eftirliti yfirleitt stýrt af fólki. Nú er því stýrt af tölvum sem hafa mikla vinnslugetu og geta unnið úr öllum upplýsingum jafnóðum. Andlitsgreining getur greint einstaklinga á mynd á augabragði, greint kyn, hvort viðkomandi er með tösku og margt fleira. Eftir því sem eftirlitsmyndavélum er fjölgað er auðveldara fyrir stjórnvöld (eða Vegagerðina í tilfelli Einarsness) að fylgjast með ferðum fólks, án nokkurs lögmæts tilefnis. Stjórnvöld í Kína hafa víða sett upp eftirlitsmyndavélar í landinu og nota þær til að fylgjast með fólki hvert sem það fer. Sama á við um nokkrar borgir í Bandaríkjunum og þar í landi er rætt um slíkt eftirlit í skólum. Félagi minn fór nýlega um LAX flugvöllinn í Los Angeles án þess að þurfa að sýna vegabréf, vélarnar þekktu hann. Þegar tækninni fleygir fram þarf að doka við og stíga varlega til jarðar. Þarf að fylgjast með færð á Einarsnesi á sumrin eða yfirleitt? Talsmenn eftirlitssamfélags segja oft að þeir hafi ekkert að fela, eftirlitið sé til þess að góma lögbrjóta. En við megum ekki byggja upp samfélag þar sem allir eru sjálfkrafa tortryggðir meðan langflestir fara að lögum og reglum. Áður var viðkvæðið að fylgjast með þeim sem gerðu eitthvað af sér. Nú virðist það vera að fylgjast með öllum, alls staðar, öllum stundum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar