Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 14:34 Mikið hefur verið rætt um hættu á gróðureldum í Skorradal, en þar eru um 600 sumarbústaðir. Vísir/Bjarni Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því. Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því.
Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54