Leið vel í ræðustól Alþingis 22. júní 2019 12:00 Katrín Súsanna á vinnustaðnum sem heitir Bjargarsteinn Mathús. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira