Leið vel í ræðustól Alþingis 22. júní 2019 12:00 Katrín Súsanna á vinnustaðnum sem heitir Bjargarsteinn Mathús. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir var meðal þeirra ungmenna sem héldu ræðu á Alþingi á þjóðhátíðardaginn. Hún er sextán ára og á heima vestur í Grundarfirði.Hvernig leið þér í ræðustól þingsins? Mjög vel. Reyndar var ég svolítið stressuð því þetta var náttúrlega í beinni. En það var góð tilfinning að vera að gera eitthvað sem virkilega skiptir máli og þetta var mikil upplifun.Hvernig kom það til að þú tókst þátt? Við sem höfðum áhuga skráðum okkur á netinu, svo var valið úr og ég var bara heppin að vera í hópnum. Frétti einmitt af því daginn sem ég útskrifaðist úr grunnskóla. Síðan var stofnaður fésbókarhópur og umræðuefnum skipt í þrjá flokka. Ég fékk umhverfismálin eins og ég valdi og það var auðvelt að búa til ræðu um þau.Gerðir þú það hjálparlaust? Já, en ég fékk mömmu til að fara yfir og laga villur.Hversu miklar áhyggjur hefurðu af náttúrunni á skalanum eitt til tíu? Þetta er eitthvað sem ég hugsa mikið um svo ég held það sé góð nía.Í ræðunni minntist þú á nýjar hugmyndir sem þið ungmennin hefðuð sett á blað. Lýstu einhverri. Eina köllum við græna hringinn. Hún snýst um að setja upp litlar ruslatunnur á annan hvern staur og í mismunandi litum til að auðvelda fólki að flokka.Langar þig að verða þingmaður? Mig langar að gera margt í framtíðinni og að vera þingmaður er eitt af því. Ég er nýbúin að komast inn í FG á leiklistarbraut, mig hefur langað í leiklist frá því ég var lítil. Svo hef ég áhuga á húsgagnasmíði.Hvað ertu að gera í sumar? Ég þjóna á veitingastað sem heitir Bjargarsteinn mathús og vinn á ruslabílnum einu sinni í viku. Hvort tveggja skemmtilegt.Hvernig verðu frístundum? Mér finnst rosa gaman að skrifa smásögur.Er gott að búa í Grundarfirði? Já, mjög gott. Fallegur staður og voða næs fólk.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira