Telur viðhald á skólum hafa setið of lengi á hakanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 20:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar. Samkvæmt niðurstöðum mælinga verkfræðistofunnar Mannvits er meðalstyrkur koltvísýrings í lofti í öllum skólastofum Hagaskóla of hár og uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingareglugerðar. Þetta kemur fram í fyrirspurn til skóla- og frístundaráðs þar sem Marta Goðadóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvernig bregðast eigi við. Hún segir dæmi þess að börn hafi mætt hress í skólann á morgnana en komið slöpp heim seinni partinn, húsnæðið sé augljóslega heilsuspillandi. „Við spurðumst fyrir hvort að það yrði farið í framkvæmdir í sumar þannig að við gætum boðið nemendum og starfsfólki upp á almennilegar aðstæður þannig að þau þurfi ekki að vera í heilsuspillandi húsnæði við sín störf,“ segir hún. Upp á síðkastið hafa borist fregnir af fjölda skóla þar sem eru rakaskemmdir og myglusveppir. Má þá nefna Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og svo er Ártúnsskóli til skoðunar. Einnig bendir Marta á að nokkrar frístundamiðstöðvar hafa þurft að flytja starfsemi vegna myglu. Hún telur borgina forgangsraða rangt. „Skólastarf er lögbundið starf og þetta er lögbundin þjónusta. Borgin á ávallt að forgangsraða í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni sem því miður hefur orðið raunin,“ segir hún. Veistu til þess að það eigi að kanna einhverja fleiri skóla? „Við höfum ekki fengið staðfestingu á því. Ég tel að við þurfum að endurbæta alla verkferla og gera áætlun á viðhaldi á skóla og húsnæði. Við höfum verið að tala um grunnskólana og frístundamiðstöðvarnar en þá eru leikskólarnir eftir og þar er ástandið víða dapurt líka,“ segir hún. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar. Samkvæmt niðurstöðum mælinga verkfræðistofunnar Mannvits er meðalstyrkur koltvísýrings í lofti í öllum skólastofum Hagaskóla of hár og uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingareglugerðar. Þetta kemur fram í fyrirspurn til skóla- og frístundaráðs þar sem Marta Goðadóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvernig bregðast eigi við. Hún segir dæmi þess að börn hafi mætt hress í skólann á morgnana en komið slöpp heim seinni partinn, húsnæðið sé augljóslega heilsuspillandi. „Við spurðumst fyrir hvort að það yrði farið í framkvæmdir í sumar þannig að við gætum boðið nemendum og starfsfólki upp á almennilegar aðstæður þannig að þau þurfi ekki að vera í heilsuspillandi húsnæði við sín störf,“ segir hún. Upp á síðkastið hafa borist fregnir af fjölda skóla þar sem eru rakaskemmdir og myglusveppir. Má þá nefna Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og svo er Ártúnsskóli til skoðunar. Einnig bendir Marta á að nokkrar frístundamiðstöðvar hafa þurft að flytja starfsemi vegna myglu. Hún telur borgina forgangsraða rangt. „Skólastarf er lögbundið starf og þetta er lögbundin þjónusta. Borgin á ávallt að forgangsraða í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni sem því miður hefur orðið raunin,“ segir hún. Veistu til þess að það eigi að kanna einhverja fleiri skóla? „Við höfum ekki fengið staðfestingu á því. Ég tel að við þurfum að endurbæta alla verkferla og gera áætlun á viðhaldi á skóla og húsnæði. Við höfum verið að tala um grunnskólana og frístundamiðstöðvarnar en þá eru leikskólarnir eftir og þar er ástandið víða dapurt líka,“ segir hún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira