Telur viðhald á skólum hafa setið of lengi á hakanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 20:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar. Samkvæmt niðurstöðum mælinga verkfræðistofunnar Mannvits er meðalstyrkur koltvísýrings í lofti í öllum skólastofum Hagaskóla of hár og uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingareglugerðar. Þetta kemur fram í fyrirspurn til skóla- og frístundaráðs þar sem Marta Goðadóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvernig bregðast eigi við. Hún segir dæmi þess að börn hafi mætt hress í skólann á morgnana en komið slöpp heim seinni partinn, húsnæðið sé augljóslega heilsuspillandi. „Við spurðumst fyrir hvort að það yrði farið í framkvæmdir í sumar þannig að við gætum boðið nemendum og starfsfólki upp á almennilegar aðstæður þannig að þau þurfi ekki að vera í heilsuspillandi húsnæði við sín störf,“ segir hún. Upp á síðkastið hafa borist fregnir af fjölda skóla þar sem eru rakaskemmdir og myglusveppir. Má þá nefna Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og svo er Ártúnsskóli til skoðunar. Einnig bendir Marta á að nokkrar frístundamiðstöðvar hafa þurft að flytja starfsemi vegna myglu. Hún telur borgina forgangsraða rangt. „Skólastarf er lögbundið starf og þetta er lögbundin þjónusta. Borgin á ávallt að forgangsraða í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni sem því miður hefur orðið raunin,“ segir hún. Veistu til þess að það eigi að kanna einhverja fleiri skóla? „Við höfum ekki fengið staðfestingu á því. Ég tel að við þurfum að endurbæta alla verkferla og gera áætlun á viðhaldi á skóla og húsnæði. Við höfum verið að tala um grunnskólana og frístundamiðstöðvarnar en þá eru leikskólarnir eftir og þar er ástandið víða dapurt líka,“ segir hún. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn til skólayfirvalda í Reykjavík um hvernig bregðast eigi við heilsuspillandi ástandi í Hagaskóla. Hún telur að skólastarf þar muni raskast í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar. Samkvæmt niðurstöðum mælinga verkfræðistofunnar Mannvits er meðalstyrkur koltvísýrings í lofti í öllum skólastofum Hagaskóla of hár og uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingareglugerðar. Þetta kemur fram í fyrirspurn til skóla- og frístundaráðs þar sem Marta Goðadóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spyr hvernig bregðast eigi við. Hún segir dæmi þess að börn hafi mætt hress í skólann á morgnana en komið slöpp heim seinni partinn, húsnæðið sé augljóslega heilsuspillandi. „Við spurðumst fyrir hvort að það yrði farið í framkvæmdir í sumar þannig að við gætum boðið nemendum og starfsfólki upp á almennilegar aðstæður þannig að þau þurfi ekki að vera í heilsuspillandi húsnæði við sín störf,“ segir hún. Upp á síðkastið hafa borist fregnir af fjölda skóla þar sem eru rakaskemmdir og myglusveppir. Má þá nefna Fossvogsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og svo er Ártúnsskóli til skoðunar. Einnig bendir Marta á að nokkrar frístundamiðstöðvar hafa þurft að flytja starfsemi vegna myglu. Hún telur borgina forgangsraða rangt. „Skólastarf er lögbundið starf og þetta er lögbundin þjónusta. Borgin á ávallt að forgangsraða í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni sem því miður hefur orðið raunin,“ segir hún. Veistu til þess að það eigi að kanna einhverja fleiri skóla? „Við höfum ekki fengið staðfestingu á því. Ég tel að við þurfum að endurbæta alla verkferla og gera áætlun á viðhaldi á skóla og húsnæði. Við höfum verið að tala um grunnskólana og frístundamiðstöðvarnar en þá eru leikskólarnir eftir og þar er ástandið víða dapurt líka,“ segir hún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira