
Að fá að deyja með reisn
Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð.
Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins.
Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar.
Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði.
Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs.
Skoðun

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar