Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Þórir Garðarsson skrifar 27. júní 2019 10:07 Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar