Vöktu athygli á mannréttindabrotum í veislu bandaríska sendiráðsins: „Þetta er gleðskapur, ekki pólitískur viðburður“ Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 23:15 Óskar Steinn gat ekki hugsað sér að mæta í veisluna án þess að vekja athygli á ástandinu í Bandaríkjunum og fékk Ingu Björk með sér. ÓSkar Steinn Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“ Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir voru gestir í 4. júlí veislu bandaríska sendiráðsins á Hilton í dag. Þau nýttu þann vettvang til þess að dreifa upplýsingum um ofbeldi gegn transkonum þar í landi sem og ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í samtali við Vísi segist Óskar Steinn hafa fengið boð í veisluna en gat ekki hugsað sér að mæta í slíka veislu án þess að reyna að vekja athygli á því ástandi sem ríkir á landamærunum. Hann hafi því spurt Ingu Björk hvort hún vildi koma með sem hún þáði. „Ég krotaði skilaboð á hvítan stuttermabol og prentaði út nokkur blöð þar sem var búið að taka saman nokkrar upplýsingar um aðstæðurnar í þsesum landamærabúðum. Hún prentaði út blöð með upplýsingum um transkonur sem hafa verið myrtar í Bandaríkjunum á þessu ári, sem eru rosalega margar,“ segir Óskar Steinn. Hann segir umræðuna vera nátengdri þeirri þróun sem á sér stað út um allan heim, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem er verið að þrengja að réttindum transfólks. Þau hafi því ákveðið að nýta tækifærið og vekja fólk til umhugsunar.Skilaboðin voru skýr og kallaði Óskar Steinn eftir því að ástandið á landamærunum yrði bætt.Óskar SteinnEin og hálf mínúta þar til starfsmaður stöðvaði þau Óskar Steinn segir veislugesti hafa verið að mestu leyti áhrifafólk í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þar hafi verið ráðherrar, sendiherrar og alþingismenn – fólk sem gæti haft áhrif á umræðuna hér heima. Aðspurður segir hann veislugesti almennt hafa verið áhugasama um skilaboð þeirra og flestir hafi tekið vel í þau. Það leið þó ekki langur tími þar til starfsmaður hafi nálgast þau og beðið þau um að annaðhvort hætta að bera út skilaboðin eða yfirgefa svæðið. „Það leið svona ein og hálf mínúta kannski, þá var einhver starfsmaður mættur og sagði mér að ég gæti annað hvort farið aftur í skyrtuna eða yfirgefið partýið,“ segir Óskar Steinn en hann hafði upphaflega mætt í skyrtu yfir bolinn svo skilaboðin sáust ekki við komuna. Í færslu sem Óskar Steinn birti á Facebook-síðu sinni kallar hann eftir því að íslensk stjórnvöld séu vakandi fyrir stöðu mannréttinda í Bandaríkjunum og láti í sér heyra. Hann segist ekki hafa orðið var við nein viðbrögð hingað til. „Ég hef ekki heyrt af neinum að beita sér. Ef að einhver er eitthvað að beita sér að þá er það allavega einhvers staðar fyrir luktum dyrum,“ segir Óskar Steinn sem gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við sitjum í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna og þar var forsætisráðherra að halda ræðu í dag. Hún var að tala um mikilvægt mál, réttindi kvenna, en það er hægt að nota svona glugga. Það að við sitjum í Mannréttindaráði SÞ hlýtur að gefa okkur ákveðið vægi en líka ákveðna ábyrgð að taka upp svona mál.“
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30 Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. 27. júní 2019 17:30
Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. júní 2019 19:18