Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 08:34 Vel fór á með þeim Pútín og Trump eins og svo oft áður. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira