Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júní 2019 07:00 Lilja Alfreðsdóttir átti tveggja manna tal við Gunnar Braga Sveinsson þegar hann snéri aftur til þings eftir Klausturgleðina. Fréttablaðið/Anton Brink Flestir bera mest traust til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Fast á hæla henni kemur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og njóta þær langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju og Katrínu kemur úr ólíkum áttum. Katrín nýtur mests trausts meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en meðal andstæðinga hennar nýtur Lilja langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju er mestur meðal tekjulágra og þeirra sem hafa minnsta menntun. Þessu er öfugt farið meðal stuðningsmanna Katrínar en traust til hennar styrkist eftir því sem tekjur hækka og menntun eykst. Katrín nýtur mests trausts allra ráðherra meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tæpur þriðjungur þeirra treystir henni best. Þar nefndu rúm 24 prósent Lilju. Meðal landsbyggðarfólks er nafn Lilju hins vegar langoftast nefnt. Þar treysta 39 prósent henni best allra ráðherra. Tæp 18%prósent landsbyggðarfólks treysta Katrínu hins vegar best. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins treysta formanni sínum best allra ráðherra í 45,6 prósentum tilvika en Þórdísi Kolbrúnu í 17,6 prósentum tilvika. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson njóta hins vegar báðir minna trausts meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en stöllurnar Lilja og Katrín. Tveir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins bera mest traust til annarrar hvorrar þeirra. En tæp 6 prósent nefndu Guðlaug og rúm 5 prósent Kristján Þór. Þeir sem treysta Bjarna best koma aðeins úr þremur flokkum; Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn þar sem rúm tvö prósent segjast treysta honum best. Hann kemst ekki á blað meðal stuðningsmanna annarra flokka. Auk mikils trausts til Lilju og Katrínar sem njóta stuðnings þvert á flokka bera margir stuðningsmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar mest traust til Guðmundur Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra og hann skýst upp fyrir þær stöllur meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar þar sem tæpur þriðjungur stuðningsmanna treystir honum best allra ráðherra. Lilja er vinsælust meðal þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina og auk mikillar hylli í Framsókn og Miðflokki treysta 89 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins henni best. Katrín er síst líkleg til að njóta trausts í Miðflokknum og Flokki fólksins en þær stöllur njóta jafnmikils stuðnings meðal Pírata en rúm 60 prósent þeirra treysta annarri hvorri þeirra best allra ráðherra. Stuðningsmenn Viðreisnar treysta einnig Katrínu og Lilju best en meðal þeirra er Þórdísi Kolbrúnu einnig best treyst í 20 prósentum tilvika. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komast ekki á blað hjá stuðningsmönnum Viðreisnar að undanskildum tveimur prósentum sem treysta Bjarna best. Könnunin var gerð dagana 25.-27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Staða formanns Framsóknarflokksins er erfið miðað við niðurstöður könnunarinnar. Aðeins 15,2 prósent stuðningsmanna flokksins segjast treysta eigin formanni, Sigurði Inga Jóhannssyni, best allra ráðherra. Lilja nýtur hins vegar yfirburðastuðnings í flokknum en 62,4 prósent stuðningsmanna flokksins treysta henni best. Þriðji ráðherra Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason, nýtur lítillar hylli samkvæmt könnuninni. Tæp 7 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins bera mest traust til hans. Athygli vekur að Lilja nýtur ekki aðeins algerra yfirburða umfram aðra ráðherra meðal stuðningsmanna í sínum flokki heldur einnig meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Tæplega helmingur þeirra treystir Lilju best allra ráðherra. Næstur á eftir henni kemur Bjarni Benediktsson en rúm 11 prósent Miðflokksmanna treysta honum best. Þessi stuðningur við Lilju hlýtur að vekja nokkra athygli með hliðsjón af hörðum ummælum ráðherrans í garð þingmanna flokksins í Kastljóssþætti RÚV 5. desember síðastliðinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Flestir bera mest traust til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Fast á hæla henni kemur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og njóta þær langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju og Katrínu kemur úr ólíkum áttum. Katrín nýtur mests trausts meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en meðal andstæðinga hennar nýtur Lilja langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju er mestur meðal tekjulágra og þeirra sem hafa minnsta menntun. Þessu er öfugt farið meðal stuðningsmanna Katrínar en traust til hennar styrkist eftir því sem tekjur hækka og menntun eykst. Katrín nýtur mests trausts allra ráðherra meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tæpur þriðjungur þeirra treystir henni best. Þar nefndu rúm 24 prósent Lilju. Meðal landsbyggðarfólks er nafn Lilju hins vegar langoftast nefnt. Þar treysta 39 prósent henni best allra ráðherra. Tæp 18%prósent landsbyggðarfólks treysta Katrínu hins vegar best. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins treysta formanni sínum best allra ráðherra í 45,6 prósentum tilvika en Þórdísi Kolbrúnu í 17,6 prósentum tilvika. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson njóta hins vegar báðir minna trausts meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en stöllurnar Lilja og Katrín. Tveir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins bera mest traust til annarrar hvorrar þeirra. En tæp 6 prósent nefndu Guðlaug og rúm 5 prósent Kristján Þór. Þeir sem treysta Bjarna best koma aðeins úr þremur flokkum; Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn þar sem rúm tvö prósent segjast treysta honum best. Hann kemst ekki á blað meðal stuðningsmanna annarra flokka. Auk mikils trausts til Lilju og Katrínar sem njóta stuðnings þvert á flokka bera margir stuðningsmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar mest traust til Guðmundur Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra og hann skýst upp fyrir þær stöllur meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar þar sem tæpur þriðjungur stuðningsmanna treystir honum best allra ráðherra. Lilja er vinsælust meðal þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina og auk mikillar hylli í Framsókn og Miðflokki treysta 89 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins henni best. Katrín er síst líkleg til að njóta trausts í Miðflokknum og Flokki fólksins en þær stöllur njóta jafnmikils stuðnings meðal Pírata en rúm 60 prósent þeirra treysta annarri hvorri þeirra best allra ráðherra. Stuðningsmenn Viðreisnar treysta einnig Katrínu og Lilju best en meðal þeirra er Þórdísi Kolbrúnu einnig best treyst í 20 prósentum tilvika. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komast ekki á blað hjá stuðningsmönnum Viðreisnar að undanskildum tveimur prósentum sem treysta Bjarna best. Könnunin var gerð dagana 25.-27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Staða formanns Framsóknarflokksins er erfið miðað við niðurstöður könnunarinnar. Aðeins 15,2 prósent stuðningsmanna flokksins segjast treysta eigin formanni, Sigurði Inga Jóhannssyni, best allra ráðherra. Lilja nýtur hins vegar yfirburðastuðnings í flokknum en 62,4 prósent stuðningsmanna flokksins treysta henni best. Þriðji ráðherra Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason, nýtur lítillar hylli samkvæmt könnuninni. Tæp 7 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins bera mest traust til hans. Athygli vekur að Lilja nýtur ekki aðeins algerra yfirburða umfram aðra ráðherra meðal stuðningsmanna í sínum flokki heldur einnig meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Tæplega helmingur þeirra treystir Lilju best allra ráðherra. Næstur á eftir henni kemur Bjarni Benediktsson en rúm 11 prósent Miðflokksmanna treysta honum best. Þessi stuðningur við Lilju hlýtur að vekja nokkra athygli með hliðsjón af hörðum ummælum ráðherrans í garð þingmanna flokksins í Kastljóssþætti RÚV 5. desember síðastliðinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira