Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 18:30 Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39