Röng skilaboð Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 07:15 Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun