Miðflokksmenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarps um loftslagsmál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni og sagði aðgerðirnar vera of hefðbundnar. FBL/Anton Brink Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi
Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira