Hinir mögru pistlar Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. júní 2019 17:00 Kolbrún Bergþórsdóttir kýs enn á ný að birta bull um ferðaþjónustu í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þó hefur allt sem hún segir þar um atvinnugreinina, sem hefur skilað stærstum hluta útflutningstekna þjóðarinnar og þar með staðið með beinum hætti undir bættum lífskjörum og auknum kaupmætti undanfarin ár, verið margoft og endanlega hrakið - bæði með beinum svörum við fyrri pistlum Kolbrúnar og með skýrum og greinargóðum staðreyndum í fjölmörgum greinum, viðtölum og umfjöllunum í fjölmiðlum, Fréttablaðinu þar á meðal. Það er fullkomlega ótækt að blaðamaður sem vill láta taka sig alvarlega í umfjöllun um þjóðmál haldi fram órökstuddum klisjulufsum um ferðaþjónustu á borð við þær sem Kolbrún og Fréttablaðið bjóða upp á með morgunkaffinu í dag. Í fyrsta lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi ekki skilað sínu til samfélagsins með sköttum undanfarin ár. Í fyrra voru beinar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Sextíu og fimmþúsund milljónir. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til Landspítalans í fyrra. Ferðaþjónusta greiðir sannarlega sína skatta til samfélagsins, hafið engar áhyggjur af því. Hugsanlega er Kolbrún að vísa til hugmynda fyrri ríkisstjórnar um hærra virðisaukaskattsþrep á ferðaþjónustu þegar hún fabúlerar um of lága skatta á greinina, en virðist þá ekki vita að í samkeppnislöndum Íslands er ferðaþjónusta nær alltaf í neðra þrepi virðisaukaskatts eða núllþrepi. Rökin gegn hækkun VSK á ferðaþjónustu eru því ekki órökstutt væl gróðapunga eins og Kolbrún heldur blákalt fram heldur skynsamleg skipan mála til að bæta samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Og ef ferðaþjónusta á að halda áfram að vera grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem Kolbrúnu er augljóslega annt um er samkeppnishæfni greinarinnar algert lykilatriði. Í öðru lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi farið fram með verðhækkunum í græðgisvímu. Kolbrún virðist gera þá reginskyssu að dæma ferðaþjónustu alla eftir vöffludæmunum sívinsælu. Þau eru hins vegar ekki dæmigerð og verða aldrei, og aldrei eru teknar með í reikninginn staðreyndir (sem þó hefur margítrekað verið bent á) eins og að þegar ferðaþjónustutímabilið er 3-5 mánuðir á ári á landsbyggðinni þarf verðlagið að vera hærra þá mánuði til að veita fjölskyldum þeirra sem reka fyrirtækin lífsviðurværi allt árið, og skapa mikilvæg heilsarsstörf sem bæta stöðu byggðarlaganna. Svo er einfaldlega dýrt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur orðið dýrara og dýrara á síðustu 4-5 árum. Þar hafa launagreiðslur og launatengd gjöld ekki síst tekið stökkbreytingu, en launavísitala hækkaði um 75% milli áranna 2010 og 2018. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala og því öll aðföng um 25% og byggingarvísitala um 37%. Á sama tíma lækkuðu tekjur fyrirtækjanna um 23% vegna gengisstyrkingar krónunnar. Semsagt lækkaðar tekjur og stórhækkaður kostnaður sem þýðir verri afkomu fyrirtækjanna. Ef Kolbrún Bergþórsdóttir hefur uppi í erminni einhver hingað til óþekkt galdrabrögð til að halda fyrirtækjum á lífi í slíku árferði, önnur en að draga saman segl, fækka starfsfólki og velta kostnaðarhækkunum út í verð, er velkomið að kynna þau í næsta leiðara. Þó leiðarar Fréttablaðsins séu skoðanapistlar hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að slíkir pistlar blaðamanna séu annað og meira en órökstudd bábilja, sérstaklega þegar staðreyndir mála hafa legið fyrir sem opin bók mánuðum og árum saman í sama fjölmiðli. Í það minnsta hlýtur að mega vonast til þess að hinir mögru pistlar um ferðaþjónustu þurfi ekki að verða sjö talsins áður en þeir fara að fitna af staðreyndum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Tengdar fréttir Mögru árin Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. 12. júní 2019 07:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir kýs enn á ný að birta bull um ferðaþjónustu í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þó hefur allt sem hún segir þar um atvinnugreinina, sem hefur skilað stærstum hluta útflutningstekna þjóðarinnar og þar með staðið með beinum hætti undir bættum lífskjörum og auknum kaupmætti undanfarin ár, verið margoft og endanlega hrakið - bæði með beinum svörum við fyrri pistlum Kolbrúnar og með skýrum og greinargóðum staðreyndum í fjölmörgum greinum, viðtölum og umfjöllunum í fjölmiðlum, Fréttablaðinu þar á meðal. Það er fullkomlega ótækt að blaðamaður sem vill láta taka sig alvarlega í umfjöllun um þjóðmál haldi fram órökstuddum klisjulufsum um ferðaþjónustu á borð við þær sem Kolbrún og Fréttablaðið bjóða upp á með morgunkaffinu í dag. Í fyrsta lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi ekki skilað sínu til samfélagsins með sköttum undanfarin ár. Í fyrra voru beinar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Sextíu og fimmþúsund milljónir. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til Landspítalans í fyrra. Ferðaþjónusta greiðir sannarlega sína skatta til samfélagsins, hafið engar áhyggjur af því. Hugsanlega er Kolbrún að vísa til hugmynda fyrri ríkisstjórnar um hærra virðisaukaskattsþrep á ferðaþjónustu þegar hún fabúlerar um of lága skatta á greinina, en virðist þá ekki vita að í samkeppnislöndum Íslands er ferðaþjónusta nær alltaf í neðra þrepi virðisaukaskatts eða núllþrepi. Rökin gegn hækkun VSK á ferðaþjónustu eru því ekki órökstutt væl gróðapunga eins og Kolbrún heldur blákalt fram heldur skynsamleg skipan mála til að bæta samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Og ef ferðaþjónusta á að halda áfram að vera grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem Kolbrúnu er augljóslega annt um er samkeppnishæfni greinarinnar algert lykilatriði. Í öðru lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi farið fram með verðhækkunum í græðgisvímu. Kolbrún virðist gera þá reginskyssu að dæma ferðaþjónustu alla eftir vöffludæmunum sívinsælu. Þau eru hins vegar ekki dæmigerð og verða aldrei, og aldrei eru teknar með í reikninginn staðreyndir (sem þó hefur margítrekað verið bent á) eins og að þegar ferðaþjónustutímabilið er 3-5 mánuðir á ári á landsbyggðinni þarf verðlagið að vera hærra þá mánuði til að veita fjölskyldum þeirra sem reka fyrirtækin lífsviðurværi allt árið, og skapa mikilvæg heilsarsstörf sem bæta stöðu byggðarlaganna. Svo er einfaldlega dýrt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur orðið dýrara og dýrara á síðustu 4-5 árum. Þar hafa launagreiðslur og launatengd gjöld ekki síst tekið stökkbreytingu, en launavísitala hækkaði um 75% milli áranna 2010 og 2018. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala og því öll aðföng um 25% og byggingarvísitala um 37%. Á sama tíma lækkuðu tekjur fyrirtækjanna um 23% vegna gengisstyrkingar krónunnar. Semsagt lækkaðar tekjur og stórhækkaður kostnaður sem þýðir verri afkomu fyrirtækjanna. Ef Kolbrún Bergþórsdóttir hefur uppi í erminni einhver hingað til óþekkt galdrabrögð til að halda fyrirtækjum á lífi í slíku árferði, önnur en að draga saman segl, fækka starfsfólki og velta kostnaðarhækkunum út í verð, er velkomið að kynna þau í næsta leiðara. Þó leiðarar Fréttablaðsins séu skoðanapistlar hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að slíkir pistlar blaðamanna séu annað og meira en órökstudd bábilja, sérstaklega þegar staðreyndir mála hafa legið fyrir sem opin bók mánuðum og árum saman í sama fjölmiðli. Í það minnsta hlýtur að mega vonast til þess að hinir mögru pistlar um ferðaþjónustu þurfi ekki að verða sjö talsins áður en þeir fara að fitna af staðreyndum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mögru árin Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. 12. júní 2019 07:00
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar