Krefjast afsagnar lögreglumanns sem hótaði tíu ára dreng með skotvopni Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:00 Jerri Hrubes ásamt tíu ára syni sínum DJ Hrubes. AP/Rick Bowner Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“ Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira