Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 14:00 Líkur eru á því að margir geri sér glaðan dag á mánudaginn og fagni 75 ára afmæli Lýðveldisins Íslands. Vísir/Andri Marinó Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður ýmsum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað vegna hátíðarhaldanna á milli 13 og 17.Þétt dagskrá í Reykjavík Í Reykjavík hefst hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, lúðrasveitin Svanur og Hamrahlíðarkórinn skemmta gestum og fjallkonan flytur ávarp. Þá verður einnig boðið upp á 75 metra langa Lýðveldisköku.Sjá einnig: Bjóða upp á 75 metra langa lýðveldisköku á 17. júní Skrúðgöngur munu fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og verður frítt í tækin. Þá verður kennsla í kvistbolta sem Harry Potter aðdáendur ættu að þekkja betur sem Quidditch. Kraftakonur munu keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangaveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu svo það ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn snúð. Í Ráðhúsi Reykjavíkur er dagskráin ekki af verri endanum en þar verður boðið upp á harmonikkuball, Brúðubíllinn mætir í Hljómskálagarðinn og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Þá hefjast stórtónleikar á sviðinu í Hljómskálagarðinum klukkan 14 þar sem vinsælasta tónlistarfólk landsins mun skemmta gestum. Til þess að hátíðarhöldin geti farið fram verður nokkrum götum í miðbænum lokað en hér má sjá kort af þeim lokunum sem og dagskránni í miðbæ Reykjavíkur.Hér má sjá yfirlit yfir viðburði og lokanir í miðbæ Reykjavíkur.ReykjavíkurborgNýtt fjölskyldu- og fræðslurými verður opnað í Þjóðminjasafninu þann 17. júní klukkan 14. Þá mun Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá klukkan 14 til 18.Ronja ræningjadóttir og Páll Óskar á Rútstúni Dagskráin í Kópavogi er ekki af verri endanum en hún hefst með skrúðgöngu frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13:30 og lýkur á Rútstúni þar sem dagskrá fer fram frá klukkan 14. Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, mun kynna dagskránna en Ronja ræningjadóttir og Jói Pé og Króli munu skemmta gestum. Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugaplaninu má finna tívolítæki, veltibíl og fleira og þá verður einnig dagskrá á túninu við Menningarhúsin sem verða opin frá 11 til 17. Kvöldtónleikarnir hefjast svo klukkan 19:50 þar sem GDRN, Sísí Ey og Blóðmör munu koma fram áður en Páll Óskar stígur á svið og lokar kvöldinu.Frítt í Álftaneslaugina fyrir Garðbæinga Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi þurfa ekki að hafa áhyggjur því það verður nóg um að vera fyrir þá sem vilja halda upp á 17. júní. Á Garðatorgi verður hátíðardagskrá sem hefst í Vídalínskirkju þar sem nýstúdentinn Guðrún Kristín Kristinsdóttir flytur ávarp. Skrúðganga leggur svo af stað klukkan 14 frá Vídalínskirkju að hátíðarsvæðinu við Garðatorg. Á hátíðarsviðinu á Garðatorgi flytur forseti bæjarstjórnar ávarp sem og fjallkonan. Hoppukastalar, stultur, leikföng og sölutjöld verða á Garðatorgi og Karma Brigade skemmtir gestum ásamt Sirkus Íslands, Herra Hnetusmjör og Skoppu og Skrítlu en dagskrá hefst klukkan 14:30. Á Álftanesi hefst hátíðardagskráin með helgistund í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar klukkan 10 og leggur skrúðgangan af stað klukkan 10:15. Gengið verður að hátíðarsvæði við Álftaneslaug þar sem verður skemmtun frá 10:35 til 11:40. Þar verður fjallkonan einnig með ávarp og Karma Brigade og Skoppa og Skrítla skemmta gestum. Frítt verður í sund í Álftaneslaug fyrir Garðbæinga og ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka Vífilsstaðavatns og á bryggju.Söngveisla í Hafnarfirði en hundarnir beðnir um að vera heima Hafnfirðingar geta hafið hátíðarhöldin snemma en klukkan 8 verða fánar dregnir að húni víðs vegar um bæinn og fánahylling verður á Hamrinum. Í Flensborgarskólanum verður þjóðbúningasamkoma og klukkan 13 hefst skrúðganga frá skólanum. Á Thorsplani hefjast hátíðarhöld klukkan 13:30 þar sem þétt dagskrá verður frá klukkan 13:30 til 17 þar sem Björgvin Franz sér um að kynna dagskránna. Latibær, Lína langsokkur, Fútluz og Systra-Akt verða með atriði og þá mun Katrín Halldóra syngja lög Ellyar Vilhjálms af sinni alkunnu snilld og Bríet, Jói Pé og Króli og Maxi X Daxi skemmta gestum. Þá verður einnig að finna dagskrá við Hafnarborg, Byggðasafnið, Bókasafnið, Linnetsstíg, Strandgötunni og við Gamla Lækjarskóla. Víkingahátíðin á Víðistaðatúni verður á sínum stað og Austurgötuhátíðin verður haldin í níunda sinn. Miðbær Hafnarfjarðar verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur og er bent á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla. Þá er biðlað til fólks að skilja hunda eftir heima og eru þeir bannaðir á viðburðastöðum.Bátasigling og fjör á Seltjarnarnesi Fjölbreytt dagskrá verður á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardaginn en boðið verður upp á skemmtun og tæki í Bakkagarði fyrir alla fjölskylduna. Á milli klukkan 10 og 12 verður boðið upp á bátasiglingu frá smábátahöfninni en siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir. Siglingarnar eru þó háðar veðurfari en ef spár ganga eftir ætti allt að vera samkvæmt áætlun. Klukkan 11 er hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju og munu Rótarýmenn taka þátt í messunni. Þór Þorláksson, forseti Rótarýklúbbsins, flytur ræðu og boðið verður upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir messuna. Klukkan 12:45 verður svo skrúðganga frá leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð þar sem dagskráin hefst klukkan 13. Lalli töframaður sér um að kynna skemmtunina en Ronja ræningjadóttur, Bríet og Jói Pé og Króli munu halda uppi stuðinu. Í Bakkagarði verður einnig að finna lazertagvöll, rennibraut, vatnabolta, hestateymingar, andlitsmálningu og myndaspjöld og geta gestir meðal annars gætt sér á candy floss, pylsum og pönnukökum. Í félagsheimili Seltjarnarness verður svo vöfflusala frá klukkan 15. Gestir eru beðnir að athuga að Suðurströnd verður lokuð bílaumferð að hluta til klukkan 16:30.Hátíðardagskrá og aflraunir í Mosfellsbæ Dagskráin í Mosfellsbæ hefst með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju klukkan 11 þar sem Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, heldur ræðu. Karlakór Kjalnesinga syngur og skátar munu standa heiðursvörð. Klukkan 13:30 hefst svo skrúðganga frá Miðbæjartorginu að Hlégarði þar sem fjölskyldudagskrá hefst klukkan 14. Jón Jónsson verður kynnir dagsins og verður fjölbreytt dagskrá fram eftir degi. Latibær kemur í heimsókn, Sirkus Íslands skemmtir gestum, Dansstúdíó World Class verður með sýningu og Þórdís Karlsdóttir, sigurvegari söngkeppni Samfés syngur fyrir gesti svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður opið hús í ungmennahúsinu Mosanum milli 13 og 16 og klukkan 16 hefst svo aflraunakeppni á Hlégarðstúninu. Þar verður keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands og Stálkonan 2019 en Hjalti Úrsus heldur utan um þessa árlegu aflraunakeppni. Á svæðinu verða skátarnir með hoppukastala og ýmsar þrautir og þá verða sölutjöld og andlitsmálun á staðnum. Í Hlégarði fer svo fram kaffisala á vegum Aftureldingar. 17. júní Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Menning Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður ýmsum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað vegna hátíðarhaldanna á milli 13 og 17.Þétt dagskrá í Reykjavík Í Reykjavík hefst hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, lúðrasveitin Svanur og Hamrahlíðarkórinn skemmta gestum og fjallkonan flytur ávarp. Þá verður einnig boðið upp á 75 metra langa Lýðveldisköku.Sjá einnig: Bjóða upp á 75 metra langa lýðveldisköku á 17. júní Skrúðgöngur munu fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og verður frítt í tækin. Þá verður kennsla í kvistbolta sem Harry Potter aðdáendur ættu að þekkja betur sem Quidditch. Kraftakonur munu keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangaveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu svo það ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn snúð. Í Ráðhúsi Reykjavíkur er dagskráin ekki af verri endanum en þar verður boðið upp á harmonikkuball, Brúðubíllinn mætir í Hljómskálagarðinn og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Þá hefjast stórtónleikar á sviðinu í Hljómskálagarðinum klukkan 14 þar sem vinsælasta tónlistarfólk landsins mun skemmta gestum. Til þess að hátíðarhöldin geti farið fram verður nokkrum götum í miðbænum lokað en hér má sjá kort af þeim lokunum sem og dagskránni í miðbæ Reykjavíkur.Hér má sjá yfirlit yfir viðburði og lokanir í miðbæ Reykjavíkur.ReykjavíkurborgNýtt fjölskyldu- og fræðslurými verður opnað í Þjóðminjasafninu þann 17. júní klukkan 14. Þá mun Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá klukkan 14 til 18.Ronja ræningjadóttir og Páll Óskar á Rútstúni Dagskráin í Kópavogi er ekki af verri endanum en hún hefst með skrúðgöngu frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13:30 og lýkur á Rútstúni þar sem dagskrá fer fram frá klukkan 14. Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, mun kynna dagskránna en Ronja ræningjadóttir og Jói Pé og Króli munu skemmta gestum. Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugaplaninu má finna tívolítæki, veltibíl og fleira og þá verður einnig dagskrá á túninu við Menningarhúsin sem verða opin frá 11 til 17. Kvöldtónleikarnir hefjast svo klukkan 19:50 þar sem GDRN, Sísí Ey og Blóðmör munu koma fram áður en Páll Óskar stígur á svið og lokar kvöldinu.Frítt í Álftaneslaugina fyrir Garðbæinga Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi þurfa ekki að hafa áhyggjur því það verður nóg um að vera fyrir þá sem vilja halda upp á 17. júní. Á Garðatorgi verður hátíðardagskrá sem hefst í Vídalínskirkju þar sem nýstúdentinn Guðrún Kristín Kristinsdóttir flytur ávarp. Skrúðganga leggur svo af stað klukkan 14 frá Vídalínskirkju að hátíðarsvæðinu við Garðatorg. Á hátíðarsviðinu á Garðatorgi flytur forseti bæjarstjórnar ávarp sem og fjallkonan. Hoppukastalar, stultur, leikföng og sölutjöld verða á Garðatorgi og Karma Brigade skemmtir gestum ásamt Sirkus Íslands, Herra Hnetusmjör og Skoppu og Skrítlu en dagskrá hefst klukkan 14:30. Á Álftanesi hefst hátíðardagskráin með helgistund í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar klukkan 10 og leggur skrúðgangan af stað klukkan 10:15. Gengið verður að hátíðarsvæði við Álftaneslaug þar sem verður skemmtun frá 10:35 til 11:40. Þar verður fjallkonan einnig með ávarp og Karma Brigade og Skoppa og Skrítla skemmta gestum. Frítt verður í sund í Álftaneslaug fyrir Garðbæinga og ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka Vífilsstaðavatns og á bryggju.Söngveisla í Hafnarfirði en hundarnir beðnir um að vera heima Hafnfirðingar geta hafið hátíðarhöldin snemma en klukkan 8 verða fánar dregnir að húni víðs vegar um bæinn og fánahylling verður á Hamrinum. Í Flensborgarskólanum verður þjóðbúningasamkoma og klukkan 13 hefst skrúðganga frá skólanum. Á Thorsplani hefjast hátíðarhöld klukkan 13:30 þar sem þétt dagskrá verður frá klukkan 13:30 til 17 þar sem Björgvin Franz sér um að kynna dagskránna. Latibær, Lína langsokkur, Fútluz og Systra-Akt verða með atriði og þá mun Katrín Halldóra syngja lög Ellyar Vilhjálms af sinni alkunnu snilld og Bríet, Jói Pé og Króli og Maxi X Daxi skemmta gestum. Þá verður einnig að finna dagskrá við Hafnarborg, Byggðasafnið, Bókasafnið, Linnetsstíg, Strandgötunni og við Gamla Lækjarskóla. Víkingahátíðin á Víðistaðatúni verður á sínum stað og Austurgötuhátíðin verður haldin í níunda sinn. Miðbær Hafnarfjarðar verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur og er bent á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla. Þá er biðlað til fólks að skilja hunda eftir heima og eru þeir bannaðir á viðburðastöðum.Bátasigling og fjör á Seltjarnarnesi Fjölbreytt dagskrá verður á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardaginn en boðið verður upp á skemmtun og tæki í Bakkagarði fyrir alla fjölskylduna. Á milli klukkan 10 og 12 verður boðið upp á bátasiglingu frá smábátahöfninni en siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir. Siglingarnar eru þó háðar veðurfari en ef spár ganga eftir ætti allt að vera samkvæmt áætlun. Klukkan 11 er hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju og munu Rótarýmenn taka þátt í messunni. Þór Þorláksson, forseti Rótarýklúbbsins, flytur ræðu og boðið verður upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir messuna. Klukkan 12:45 verður svo skrúðganga frá leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð þar sem dagskráin hefst klukkan 13. Lalli töframaður sér um að kynna skemmtunina en Ronja ræningjadóttur, Bríet og Jói Pé og Króli munu halda uppi stuðinu. Í Bakkagarði verður einnig að finna lazertagvöll, rennibraut, vatnabolta, hestateymingar, andlitsmálningu og myndaspjöld og geta gestir meðal annars gætt sér á candy floss, pylsum og pönnukökum. Í félagsheimili Seltjarnarness verður svo vöfflusala frá klukkan 15. Gestir eru beðnir að athuga að Suðurströnd verður lokuð bílaumferð að hluta til klukkan 16:30.Hátíðardagskrá og aflraunir í Mosfellsbæ Dagskráin í Mosfellsbæ hefst með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju klukkan 11 þar sem Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, heldur ræðu. Karlakór Kjalnesinga syngur og skátar munu standa heiðursvörð. Klukkan 13:30 hefst svo skrúðganga frá Miðbæjartorginu að Hlégarði þar sem fjölskyldudagskrá hefst klukkan 14. Jón Jónsson verður kynnir dagsins og verður fjölbreytt dagskrá fram eftir degi. Latibær kemur í heimsókn, Sirkus Íslands skemmtir gestum, Dansstúdíó World Class verður með sýningu og Þórdís Karlsdóttir, sigurvegari söngkeppni Samfés syngur fyrir gesti svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður opið hús í ungmennahúsinu Mosanum milli 13 og 16 og klukkan 16 hefst svo aflraunakeppni á Hlégarðstúninu. Þar verður keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands og Stálkonan 2019 en Hjalti Úrsus heldur utan um þessa árlegu aflraunakeppni. Á svæðinu verða skátarnir með hoppukastala og ýmsar þrautir og þá verða sölutjöld og andlitsmálun á staðnum. Í Hlégarði fer svo fram kaffisala á vegum Aftureldingar.
17. júní Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Menning Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira