Körfubolti

Tryggvi: „Þetta opnar aðrar dyr“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valencia hefur rift samningi sínum við Tryggva Snæ Hlinason. Tryggvi er bjartsýnn á framhaldið og á ekki von á því að snúa heim í Domino's deildina.

Í dag var greint frá því að Valencia hefði kosið að láta landsliðsmiðherjann fara. Hann átti tvö ár eftir af samningi sínum.

„Í gegnum tímabilið var ég nokkuð jákvæður upp á næsta ár, en á endanum þá var þessu slitið, þó maður viti ekki alveg hvað hafi staðið á bakvið það,“ sagði Tryggvi í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum.

„Á sama tíma þá opnar þetta aðrar dyr, þannig að ég er bara sáttur.“

„Ég mun halda áfram að leita núna úti, hvort sem það verður á Spáni eða annars staðar, og ég er bara jákvæður með framhaldið.“

Tryggvi segist ekki hugsa sér að snúa heim, en ef allt fer á versta veg gæti þó verið að hann snúi aftur í Domino's deildina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×