Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 21:25 Ægir Þór Steinarsson stóð fyrir sínu í kvöld þegar Stjarnan fór áfram í bikarnum. Vísir/Pawel Stjarnan vann öruggan tuttuga stiga sigur gegn Álftanesi í grannaslag í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld. Þremur öðrum leikjum var að ljúka. Stjarnan hefur átt góðu gengi að fagna eftir síðasta landsleikjahlé en Álftnesingar, sem misstu þjálfarann Kjartan Atla Kjartansson þegar hann hætti um helgina, hafa verið í vandræðum. Álftnesingar bitu þó vel frá sér í kvöld og voru til að mynda yfir í hálfleik, 46-45, en þegar leið á þriðja leikhluta náðu heimamenn forystunni og voru 71-61 yfir fyrir lokafjórðunginn. Þeir þoldu það vel að missa Seth LeDay úr húsi þegar enn voru sjö mínútur eftir og unnu eins og fyrr segir öruggan sigur. Giannis Agravanis var stigahæstur Stjörnunnar með 21 stig, Ægir Þór Steinarsson skoraði 19 og LeDay 18. Hjá Álftanesi var Haukur Helgi Pálsson stigahæstu rmeð 20 stig og David Okeke skoraði 17 en aðeins byrjunarliðsmenn Álftaness skiluðu stigum í kvöld. Valsmenn skelltu í lás gegn ÍR Valur sló ÍR út í úrvalsdeildarslag á Hlíðarenda. Valsmenn voru sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 67-60, en skelltu þá í lás í vörninni og fengu ekki á sig körfu í tæpar sex mínútur! Staðan varð 79-60 og munurinn orðinn of mikill fyrir ÍR-inga sem töpuðu 85-69. Keywshawn Woods skoraði 24 stig og Frank Aron Booker 22 fyrir Valsmenn, og Kristófer Acox var með 12 fráköst og 10 stig. Hjá ÍR var Tómas Orri Hjálmarsson stigahæstur með 16 stig en Jacob Falko lék aðeins ellefu og hálfa mínútu. Blikar unnu framlengdan 1. deildarslag Breiðablik vann 108-106 sigur gegn Haukum í framlengdum slag 1. deildarliða í Kópavogi. Haukar komust í 91-89 þegar tæp mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Blikar jöfnuðu og vörðust lokasókn gestanna. Blikar voru svo sterkari í framlengingunni og lönduðu afar sætum sigri. Sardaar Calhoun var þeirra bestur með heil 45 stig og 13 fráköst en hjá Haukum gerði Kinyon Hodges 28 stig. Snæfell vann tíu stiga sigur gegn KV í Stykkishólmi í öðrum slag 1. deildarliða, 96-86. Jakorie Smith skoraði 35 stig og Aytor Alberto 27 stig fyrir heimamenn. Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson var stigahæstur hjá KV með 29 stig. VÍS-bikarinn Stjarnan UMF Álftanes ÍR Valur Breiðablik Haukar KV Snæfell Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Sjá meira
Stjarnan hefur átt góðu gengi að fagna eftir síðasta landsleikjahlé en Álftnesingar, sem misstu þjálfarann Kjartan Atla Kjartansson þegar hann hætti um helgina, hafa verið í vandræðum. Álftnesingar bitu þó vel frá sér í kvöld og voru til að mynda yfir í hálfleik, 46-45, en þegar leið á þriðja leikhluta náðu heimamenn forystunni og voru 71-61 yfir fyrir lokafjórðunginn. Þeir þoldu það vel að missa Seth LeDay úr húsi þegar enn voru sjö mínútur eftir og unnu eins og fyrr segir öruggan sigur. Giannis Agravanis var stigahæstur Stjörnunnar með 21 stig, Ægir Þór Steinarsson skoraði 19 og LeDay 18. Hjá Álftanesi var Haukur Helgi Pálsson stigahæstu rmeð 20 stig og David Okeke skoraði 17 en aðeins byrjunarliðsmenn Álftaness skiluðu stigum í kvöld. Valsmenn skelltu í lás gegn ÍR Valur sló ÍR út í úrvalsdeildarslag á Hlíðarenda. Valsmenn voru sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 67-60, en skelltu þá í lás í vörninni og fengu ekki á sig körfu í tæpar sex mínútur! Staðan varð 79-60 og munurinn orðinn of mikill fyrir ÍR-inga sem töpuðu 85-69. Keywshawn Woods skoraði 24 stig og Frank Aron Booker 22 fyrir Valsmenn, og Kristófer Acox var með 12 fráköst og 10 stig. Hjá ÍR var Tómas Orri Hjálmarsson stigahæstur með 16 stig en Jacob Falko lék aðeins ellefu og hálfa mínútu. Blikar unnu framlengdan 1. deildarslag Breiðablik vann 108-106 sigur gegn Haukum í framlengdum slag 1. deildarliða í Kópavogi. Haukar komust í 91-89 þegar tæp mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Blikar jöfnuðu og vörðust lokasókn gestanna. Blikar voru svo sterkari í framlengingunni og lönduðu afar sætum sigri. Sardaar Calhoun var þeirra bestur með heil 45 stig og 13 fráköst en hjá Haukum gerði Kinyon Hodges 28 stig. Snæfell vann tíu stiga sigur gegn KV í Stykkishólmi í öðrum slag 1. deildarliða, 96-86. Jakorie Smith skoraði 35 stig og Aytor Alberto 27 stig fyrir heimamenn. Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson var stigahæstur hjá KV með 29 stig.
VÍS-bikarinn Stjarnan UMF Álftanes ÍR Valur Breiðablik Haukar KV Snæfell Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Lamaður á motocrosshjóli Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Sjá meira