Gerrard gæti mætt með Rangers á Meistaravelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 23:30 Gerrard og strákarnir hans gætu mætt KR, toppliði Pepsi Max-deildarinnar, í forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira