Batnandi heimur í hundrað ár Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir og aðrir formenn norrænna heildarsamtaka launafólks skrifa 18. júní 2019 09:15 Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika. Hlutverk ILO var að tryggja að sú endurreisn byggði á sanngjörnum og öruggum vinnukjörum. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ILO fyrsta sérstofnunin innan samtakanna. ILO er jafnframt eina alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna sem lútir ekki aðeins stjórn ríkisstjórnanna heldur einnig verkafólks og atvinnurekenda. Allt til þessa dags er þríhliða uppbygging ILO einsdæmi innan alþjóðakerfisins. Að því leyti er hún ólík öðrum stofnunum SÞ og minnir á rétt verkafólks og almenn mannréttindi. Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga. Fjórir meginstraumar þróast samhliða; hnattvæðingin, lýðfræðilegar breytingar, tækniframfarir og loftslagsbreytingar. Áskoranir af þeirra völdum hafa ekki einungis áhrif á stefnumótun í löndunum og alþjóðlega heldur einnig á alþjóðlegar framleiðslukeðjur og vinnuaflsþörf. Auk þess þurfum við að tryggja að jörðin okkar verði byggileg fyrir komandi kynslóðir. Félagslegt réttlæti og vönduð almannaþjónusta eru árangursríkustu leiðirnar til að dreifa auði, berjast gegn misrétti og greiða fyrir símenntun og jafnri þátttöku allra á vinnumarkaði. Áskoranirnar krefjast aðgerða á ýmsum vígstöðvum. Þær kalla á sjálfbæra og ábyrga framleiðslu og neyslu. Þær kalla á símenntun og þjálfun fólks í að skilja og vinna með tækninýjungar sem hafa jafnvel ekki enn litið dagsins ljós. Þær kalla á ákveðið öryggi sem gerir fólki kleift að aðlaga sig að síbreytilegum vinnumarkaði. Þær kalla með öðrum orðum á sanngjörn umskipti. Nú þegar breytingar verða á líkamlegri vinnu og eftirspurnin eykst eftir færni til að leysa verkefni, vera skapandi og eiga samskipti við annað fólk vex þörfin á að styðja fólk og veita því ráðrúm til að endurnærast andlega og félagslega. Þess vegna verður ILO í framtíðinni að leggja aukna áherslu á viðfangsefni sem skapast í kjölfar nýrra starfshátta og breyttra þarfa. Þegar upp er staðið snýst málið um mannleg hugtök í margslungnum heimi: vinnutíma, aðbúnað, sanngjörn laun, tilgang vinnunnar og þau samfélagslegu gildi sem við viljum að störf okkar endurspegli. Með þetta í huga hvetjum við alla félagsmenn stéttarfélaga og samstarfsfólk, stjórnmálamenn og atvinnurekendur að beita sér fyrir öflugu samráði aðila vinnumarkaðarins um allan heim og tryggja bjarta framtíð fólks og plánetunnar. Stockholm 4. juni 2019,Drífa Snædal, forseti ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og formaður NFSÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLizette Risgaard, formaður FH í DanmörkuLars Qvistgaard, formaður Akademikerne í DanmörkuJarkko Eloranta, formaður SAK í FinnlandiAntti Palola, formaður STTK í FinnlandiJan Højgaard, formaður Samtak í FæreyjumJosef Therkildsen, formaður SIK í GrænlandiHans-Christian Gabrielsen, formaður LO í NoregiErik Kollerud, formaður YS í NoregiRagnhild Lied, formaður Unio í NoregiKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO í SvíþjóðEva Nordmark, formaður TCO í SvíþjóðGöran Arrius, formaður Saco í SvíþjóðMagnus Gissler, framkvæmdastjóri Nordens Fackliga Samorganisation, NFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika. Hlutverk ILO var að tryggja að sú endurreisn byggði á sanngjörnum og öruggum vinnukjörum. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ILO fyrsta sérstofnunin innan samtakanna. ILO er jafnframt eina alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna sem lútir ekki aðeins stjórn ríkisstjórnanna heldur einnig verkafólks og atvinnurekenda. Allt til þessa dags er þríhliða uppbygging ILO einsdæmi innan alþjóðakerfisins. Að því leyti er hún ólík öðrum stofnunum SÞ og minnir á rétt verkafólks og almenn mannréttindi. Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga. Fjórir meginstraumar þróast samhliða; hnattvæðingin, lýðfræðilegar breytingar, tækniframfarir og loftslagsbreytingar. Áskoranir af þeirra völdum hafa ekki einungis áhrif á stefnumótun í löndunum og alþjóðlega heldur einnig á alþjóðlegar framleiðslukeðjur og vinnuaflsþörf. Auk þess þurfum við að tryggja að jörðin okkar verði byggileg fyrir komandi kynslóðir. Félagslegt réttlæti og vönduð almannaþjónusta eru árangursríkustu leiðirnar til að dreifa auði, berjast gegn misrétti og greiða fyrir símenntun og jafnri þátttöku allra á vinnumarkaði. Áskoranirnar krefjast aðgerða á ýmsum vígstöðvum. Þær kalla á sjálfbæra og ábyrga framleiðslu og neyslu. Þær kalla á símenntun og þjálfun fólks í að skilja og vinna með tækninýjungar sem hafa jafnvel ekki enn litið dagsins ljós. Þær kalla á ákveðið öryggi sem gerir fólki kleift að aðlaga sig að síbreytilegum vinnumarkaði. Þær kalla með öðrum orðum á sanngjörn umskipti. Nú þegar breytingar verða á líkamlegri vinnu og eftirspurnin eykst eftir færni til að leysa verkefni, vera skapandi og eiga samskipti við annað fólk vex þörfin á að styðja fólk og veita því ráðrúm til að endurnærast andlega og félagslega. Þess vegna verður ILO í framtíðinni að leggja aukna áherslu á viðfangsefni sem skapast í kjölfar nýrra starfshátta og breyttra þarfa. Þegar upp er staðið snýst málið um mannleg hugtök í margslungnum heimi: vinnutíma, aðbúnað, sanngjörn laun, tilgang vinnunnar og þau samfélagslegu gildi sem við viljum að störf okkar endurspegli. Með þetta í huga hvetjum við alla félagsmenn stéttarfélaga og samstarfsfólk, stjórnmálamenn og atvinnurekendur að beita sér fyrir öflugu samráði aðila vinnumarkaðarins um allan heim og tryggja bjarta framtíð fólks og plánetunnar. Stockholm 4. juni 2019,Drífa Snædal, forseti ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og formaður NFSÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLizette Risgaard, formaður FH í DanmörkuLars Qvistgaard, formaður Akademikerne í DanmörkuJarkko Eloranta, formaður SAK í FinnlandiAntti Palola, formaður STTK í FinnlandiJan Højgaard, formaður Samtak í FæreyjumJosef Therkildsen, formaður SIK í GrænlandiHans-Christian Gabrielsen, formaður LO í NoregiErik Kollerud, formaður YS í NoregiRagnhild Lied, formaður Unio í NoregiKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO í SvíþjóðEva Nordmark, formaður TCO í SvíþjóðGöran Arrius, formaður Saco í SvíþjóðMagnus Gissler, framkvæmdastjóri Nordens Fackliga Samorganisation, NFS
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar