

Batnandi heimur í hundrað ár
Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga. Fjórir meginstraumar þróast samhliða; hnattvæðingin, lýðfræðilegar breytingar, tækniframfarir og loftslagsbreytingar. Áskoranir af þeirra völdum hafa ekki einungis áhrif á stefnumótun í löndunum og alþjóðlega heldur einnig á alþjóðlegar framleiðslukeðjur og vinnuaflsþörf. Auk þess þurfum við að tryggja að jörðin okkar verði byggileg fyrir komandi kynslóðir. Félagslegt réttlæti og vönduð almannaþjónusta eru árangursríkustu leiðirnar til að dreifa auði, berjast gegn misrétti og greiða fyrir símenntun og jafnri þátttöku allra á vinnumarkaði.
Áskoranirnar krefjast aðgerða á ýmsum vígstöðvum. Þær kalla á sjálfbæra og ábyrga framleiðslu og neyslu. Þær kalla á símenntun og þjálfun fólks í að skilja og vinna með tækninýjungar sem hafa jafnvel ekki enn litið dagsins ljós. Þær kalla á ákveðið öryggi sem gerir fólki kleift að aðlaga sig að síbreytilegum vinnumarkaði. Þær kalla með öðrum orðum á sanngjörn umskipti. Nú þegar breytingar verða á líkamlegri vinnu og eftirspurnin eykst eftir færni til að leysa verkefni, vera skapandi og eiga samskipti við annað fólk vex þörfin á að styðja fólk og veita því ráðrúm til að endurnærast andlega og félagslega. Þess vegna verður ILO í framtíðinni að leggja aukna áherslu á viðfangsefni sem skapast í kjölfar nýrra starfshátta og breyttra þarfa. Þegar upp er staðið snýst málið um mannleg hugtök í margslungnum heimi: vinnutíma, aðbúnað, sanngjörn laun, tilgang vinnunnar og þau samfélagslegu gildi sem við viljum að störf okkar endurspegli.
Með þetta í huga hvetjum við alla félagsmenn stéttarfélaga og samstarfsfólk, stjórnmálamenn og atvinnurekendur að beita sér fyrir öflugu samráði aðila vinnumarkaðarins um allan heim og tryggja bjarta framtíð fólks og plánetunnar.
Stockholm 4. juni 2019,
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og formaður NFS
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
Lizette Risgaard, formaður FH í Danmörku
Lars Qvistgaard, formaður Akademikerne í Danmörku
Jarkko Eloranta, formaður SAK í Finnlandi
Antti Palola, formaður STTK í Finnlandi
Jan Højgaard, formaður Samtak í Færeyjum
Josef Therkildsen, formaður SIK í Grænlandi
Hans-Christian Gabrielsen, formaður LO í Noregi
Erik Kollerud, formaður YS í Noregi
Ragnhild Lied, formaður Unio í Noregi
Karl-Petter Thorwaldsson, formaður LO í Svíþjóð
Eva Nordmark, formaður TCO í Svíþjóð
Göran Arrius, formaður Saco í Svíþjóð
Magnus Gissler, framkvæmdastjóri Nordens Fackliga Samorganisation, NFS
Skoðun

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar