Kortaþjónustan tapaði nærri 250 milljónum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 10:00 Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018. Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna. Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018. Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna. Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira