Erlent

Aktív­isti hrifsaði hljóð­nemann af for­seta­fram­bjóðandanum Har­ris

Andri Eysteinsson skrifar
Kamala Harris var létt í lund á málfundinum.
Kamala Harris var létt í lund á málfundinum. Getty/Kimberly White
Svar öldungardeildarþingkonunnar Kamölu Harris við spurningu um launamun kynjanna á málfundinum MoveOn í Kalíforníu í gær komst ekki til skila vegna baráttumanns fyrir réttindum dýra sem ruddist upp á sviðið og reif hljóðnemann af Harris. BBC greinir frá.

Harris, sem er ein þeirra sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna fyrir kosningarnar á næsta ári, var í þann mund að svara spurningunni þegar 24 ára karlmaður, Aidan Cook, ruddist upp á sviði, tók hljóðnemann af Harris og sagðist vilja vekja athygli hennar á miklu stærra vandamáli en launamuninum sem hún ræddi um.

Maðurinn var snarlega fluttur í brott af öryggisvörðum og Harris varð ekki meint af uppákomunni. Skömmu eftir uppátækið kom í ljós að maðurinn var, eins og áður sagði, hinn 24 ára gamli dýraréttinda-aktívisti Aidan Cook. Cook hefur verið gagnrýndur víða fyrir gjörning sinn og með framkomu sinni sýnt fram á forréttindablindu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×