Hvað ert þú að gera í lífinu? Ég? Ekki neitt Sigríður Karlsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun