Sonur Messi stríddi pabba sínum með því að segjast halda með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 23:15 Lionel Messi með Mateo sem er mikill grallari. Getty/Jose Breton Lionel Messi og félagar í Barcelona áttu mjög góða möguleika á þrennunni á nýloknu tímabili. Þeir burstuðu spænsku deildina og komust langt í hinum tveimur keppnunum. Allt fór hins vegar úrskeiðis á lokasprettinum og Barcelona stóð á endanum uppi með aðeins einn titil. Örlög Barcelona í keppnunum tveimur réðust þar í tveimur leikjum. Fyrst missti liðið niður 3-0 forystu í seinni leiknum á móti Liverpool og 4-0 tap á Anfield þýddi að Meistaradeildardraumurinn dó. Barcelona tapaði síðan á móti Valencia í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins.Lionel Messi’s son, Mateo is savage pic.twitter.com/jD9Divm24B — ODDSbible (@ODDSbible) June 6, 2019 Lionel Messi á þrjá syni en sá yngsti er fæddur 2018. Hinir tveir heita Thiago (fæddur 2012) og Mateo (fæddur 2015) og eru því farnir að átta aðeins á hlutunum. Sá yngri, hinn fjögurra ára gamli Mateo, virðist vera mikill stríðnispúki ef marka má nýtt viðtal við Lionel Messi. Messi sagði að strákurinn hafi strítt pabba sínum vegna tapsins á móti Liverpool og að hann sé einnig að stríða eldri bróður sínum sem er orðinn sjö ára gamall.Lionel Messi: "My children and I played football at home and Mateo told me he was Liverpool because they beat me in the Champions League. And the same for Valencia." [tyc sports] pic.twitter.com/v69SGPgdmU — barcacentre (@barcacentre) June 5, 2019„Ég og strákarnir mínir vorum að leika okkur heima í fótbolta og þá sagði Mateo við mig að hann væri Liverpool af því að þeir unnu mig í Meistaradeildinni. Hann endurtók síðan leikinn með Valencia,“ sagði Lionel Messi og gat ekki annað en brosað af húmor stráksins síns.#MessiEnEF: "Mateo grita los goles del Real Madrid para hacerlo calentar a Thiago" pic.twitter.com/HdA9iB9l6K — TyC Sports (@TyCSports) June 5, 2019Það fylgir líka sögunni að Mateo er líka duglegur að stríða eldri bróður sínum með því að fagna mörkum Real Madrid. Thiago er þegar orðinn mikill Barcelona maður eins og pabbi sinni og lætur þessa stríðni þess litla hafa mikil áhrif á sig. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Sjá meira
Lionel Messi og félagar í Barcelona áttu mjög góða möguleika á þrennunni á nýloknu tímabili. Þeir burstuðu spænsku deildina og komust langt í hinum tveimur keppnunum. Allt fór hins vegar úrskeiðis á lokasprettinum og Barcelona stóð á endanum uppi með aðeins einn titil. Örlög Barcelona í keppnunum tveimur réðust þar í tveimur leikjum. Fyrst missti liðið niður 3-0 forystu í seinni leiknum á móti Liverpool og 4-0 tap á Anfield þýddi að Meistaradeildardraumurinn dó. Barcelona tapaði síðan á móti Valencia í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins.Lionel Messi’s son, Mateo is savage pic.twitter.com/jD9Divm24B — ODDSbible (@ODDSbible) June 6, 2019 Lionel Messi á þrjá syni en sá yngsti er fæddur 2018. Hinir tveir heita Thiago (fæddur 2012) og Mateo (fæddur 2015) og eru því farnir að átta aðeins á hlutunum. Sá yngri, hinn fjögurra ára gamli Mateo, virðist vera mikill stríðnispúki ef marka má nýtt viðtal við Lionel Messi. Messi sagði að strákurinn hafi strítt pabba sínum vegna tapsins á móti Liverpool og að hann sé einnig að stríða eldri bróður sínum sem er orðinn sjö ára gamall.Lionel Messi: "My children and I played football at home and Mateo told me he was Liverpool because they beat me in the Champions League. And the same for Valencia." [tyc sports] pic.twitter.com/v69SGPgdmU — barcacentre (@barcacentre) June 5, 2019„Ég og strákarnir mínir vorum að leika okkur heima í fótbolta og þá sagði Mateo við mig að hann væri Liverpool af því að þeir unnu mig í Meistaradeildinni. Hann endurtók síðan leikinn með Valencia,“ sagði Lionel Messi og gat ekki annað en brosað af húmor stráksins síns.#MessiEnEF: "Mateo grita los goles del Real Madrid para hacerlo calentar a Thiago" pic.twitter.com/HdA9iB9l6K — TyC Sports (@TyCSports) June 5, 2019Það fylgir líka sögunni að Mateo er líka duglegur að stríða eldri bróður sínum með því að fagna mörkum Real Madrid. Thiago er þegar orðinn mikill Barcelona maður eins og pabbi sinni og lætur þessa stríðni þess litla hafa mikil áhrif á sig.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Sjá meira