Özil hefur áður verið gagnrýndur þegar hann stillti sér upp fyrir myndir með Erdogan í fyrra.
Gulse er leikkona, fyrirsæta og var krýnd Ungfrú Tyrkland árið 2014. Özil er sóknarsinnaður miðjumaður hjá enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hjónavígsla þeirra fór fram á lúxushóteli við bakka Bosporus-sunds en Erdogan var svaramaður Özil og ávarpaði brúðhjónin eftir athöfnina.