Gengið á Úlfarsfell til styrktar nepölskum stúlkum: „Hvetjum fólk til að sigrast á sínu eigin Everest“ Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 08:30 Leiðin upp á topp Úlfarsfells verður mörkuð nepölskum bænaflöggum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld. Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Vill kynlíf en ekki samband Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
„Við verðum með fjáröflunardag fyrir samtökin Empower Nepali Girls þar sem við ætlum að hvetja fólk til að sigrast á sínu eigin Everest.“ Þetta segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, formaður Íslandsdeildar samtakanna, en búast má við fjölmenni í hlíðum Úlfarsfells í allan dag. „Við hvetjum fólk til að finna þægindarammann sinn og fara svo aðeins út fyrir hann. Fara kannski einni ferð meira en það heldur að það ráði við. Með þessu ætlum við að safna peningum fyrir þessi samtök sem að styrkja nepalskar stelpur til náms,“ segir Guðrún Harpa. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðurinn Mitt eigið Everest er haldinn, en Íslandsdeild Empower Nepali Girls var stofnuð í mars 2017.Vilborg Arna stýrði krakkagöngunni á Úlfarsfell á síðasta ári. Í ár verður það Haraldur Örn pól- og Everestfari.Fréttablaðið/Sigtryggur AriHaraldur Örn stýrir krakkagöngu á Everest Guðrún Harpa áætlar að á þessum tíma hafi Íslandsdeildinni tekist að safna átta til níu milljónum króna í heildina. „Það borgar skólagönguna fyrir ótrúlega margar stelpur. Okkar íslensku krónur, þær margfaldast þegar þær eru komnar út til Nepal. Ég myndi halda að fyrir þessa upphæð hafi tekist að greiða fyrir grunnskólaskólagöngu um 450 stelpna í heilt ár.“ Spáð er góðu veðri og lofar Guðrún Harpa „geggjuðum degi“ á fjallinu. Þar mun Haraldur Örn pól- og Everest-fari stýra krakkagöngu sem lagt verður í klukkan tólf á hádegi. „Þá fer hann af stað í leiðangur með börnin á Everest. Allir krakkar sem mæta fá medalíu þegar þeir koma aftur niður. Hann ætlar bæði að koma krökkunum upp og svo niður aftur. Það vita það allir sem stunda fjallamennsku að það er valkvætt að fara upp, en það er skylda að koma niður. Það er lykilatriði í fjallamennsku. Það verða grunnbúðir við rætur fjallsins þar sem verða tjöld og veitingar og medalíur sem bíða krakkanna sem fara upp á sitt eigið Everest,“ segir Guðrún Harpa, en grunnbúðirnar eru staðsettar við rætur fjallsins við Skyggnisbraut.Þessi sigruðust öll á sínu eigin Everest.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÍ allan dag Guðrún Harpa segir að fjölmargir hafi nú þegar skráð sig á viðburðinn, en að ekki þurfi þó að skrá sig sérstaklega. „Við höfum verið með sérstakt fjölskyldugjald óháð því hvað eru margir krakkar. Posi verður á staðnum þar sem einnig verður tekið við frjálsum framlögum,“ segir Guðrún Harpa og bætir við að viðburðurinn muni standa frá klukkan níu að morgni og til umklukkan 21 í kvöld.
Everest Heilsa Nepal Reykjavík Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Vill kynlíf en ekki samband Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. 18. maí 2017 16:45
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15