Körfubolti

Stórleikur Elvars dugði ekki til gegn heimamönnum

Elvar Már skoraði 29 stig gegn Svartfjallalandi.
Elvar Már skoraði 29 stig gegn Svartfjallalandi. mynd/kkí
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir því svartfellska, 86-92, í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Ísland hefur tapað tveimur leikjum og unnið einn á Smáþjóðaleikunum. Íslendingar mæta Kýpverjum í síðasta leik sínum í riðlinum á laugardaginn.

Elvar Már Friðriksson var langatkvæðamestur í íslenska liðinu með 29 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig og Gunnar Ólafsson ellefu.

Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik, 47-40, en Svartfjallaland náði yfirhöndinni í 3. leikhluta.

Svartfellingar unnu á endanum sex stiga sigur, 86-92, og hafa unnið báða leiki sína á Smáþjóðaleikunum.

Stig Íslands:

Elvar Már Friðriksson 29/6 fráköst/6 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14, Gunnar Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Ragnar Nathanaelsson 4, Hilmar Smári Henningsson 3, Hjálmar Stefánsson 2, Kristinn Pálsson 2, Dagur Kár Jónsson 0/5 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×