Svona fór Tottenham í úrslitaleikinn: Mörk á ögurstundu, Llorente og hetjudáðir Moura | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2019 14:00 Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, smellir kossi á fyrirliðann Hugo Lloris eftir að Spurs tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. vísir/getty Tottenham leikur á morgun í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Andstæðingurinn, Liverpool, er öllu reyndari á þessu sviði og er í úrslitum Meistaradeildarinnar í níunda sinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid. Eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni benti fátt til þess að Tottenham færi í úrslit Meistaradeildarinnar. Spurs var aðeins með eitt stig og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum gegn PSV Eindhoven í 4. umferð riðlakeppninnar var liðið 0-1 undir. En Harry Kane kom Tottenham til bjargar með tveimur mörkum. Tottenham vann Inter, 1-0, á Wembley og í lokaumferð riðlakeppninnar gerði Spurs jafntefli við Barcelona á Nývangi, 1-1. Spurs endaði með átta stig í riðlinum, líkt og Inter, en fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna. Í 16-liða úrslitunum sló Tottenham Borussia Dortmund út, 4-0 samanlagt.Llorente skorar markið dýrmæta gegn Manchester City.vísir/gettyEnglandsmeistarar Manchester City voru andstæðingar Tottenham í 8-liða úrslitunum. Son Heung-min tryggði Spurs sigur í fyrri leiknum á Tottenham vellinum, 1-0. Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, átti stóran þátt í sigrinum en hann varði vítaspyrnu Sergios Agüero í leiknum. Seinni leikurinn á Etihad byrjaði með þvílíkum látum og eftir 21 mínútu var staðan 3-2, City í vil. Agüero kom City í bílstjórasætið þegar hann kom liðinu í 4-2 á 59. mínútu en varamaðurinn Fernando Llorente skaut Spurs áfram þegar hann skoraði á 73. mínútu. Raheem Sterling skoraði fyrir City í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Einvígið fór 4-4 en Tottenham fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.Moura fagnar markinu sem skaut Tottenham í úrslitaleikinn.vísir/gettyÍ undanúrslitunum mætti Tottenham spútnikliði Ajax. Hollendingarnir unnu fyrri leikinn í London, 0-1, og voru 2-0 yfir í hálfleik í þeim seinni í Amsterdam. Þá tók Moura til sinna ráða. Brassinn skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo markið sem tryggði Spurs farseðilinn til Madrídar. Öll 20 mörkin sem Tottenham hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45 Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00 Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30 Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53 Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Tottenham leikur á morgun í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Andstæðingurinn, Liverpool, er öllu reyndari á þessu sviði og er í úrslitum Meistaradeildarinnar í níunda sinn. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid. Eftir þrjár umferðir í riðlakeppninni benti fátt til þess að Tottenham færi í úrslit Meistaradeildarinnar. Spurs var aðeins með eitt stig og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum gegn PSV Eindhoven í 4. umferð riðlakeppninnar var liðið 0-1 undir. En Harry Kane kom Tottenham til bjargar með tveimur mörkum. Tottenham vann Inter, 1-0, á Wembley og í lokaumferð riðlakeppninnar gerði Spurs jafntefli við Barcelona á Nývangi, 1-1. Spurs endaði með átta stig í riðlinum, líkt og Inter, en fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli í innbyrðis viðureignum liðanna. Í 16-liða úrslitunum sló Tottenham Borussia Dortmund út, 4-0 samanlagt.Llorente skorar markið dýrmæta gegn Manchester City.vísir/gettyEnglandsmeistarar Manchester City voru andstæðingar Tottenham í 8-liða úrslitunum. Son Heung-min tryggði Spurs sigur í fyrri leiknum á Tottenham vellinum, 1-0. Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, átti stóran þátt í sigrinum en hann varði vítaspyrnu Sergios Agüero í leiknum. Seinni leikurinn á Etihad byrjaði með þvílíkum látum og eftir 21 mínútu var staðan 3-2, City í vil. Agüero kom City í bílstjórasætið þegar hann kom liðinu í 4-2 á 59. mínútu en varamaðurinn Fernando Llorente skaut Spurs áfram þegar hann skoraði á 73. mínútu. Raheem Sterling skoraði fyrir City í uppbótartíma en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu. Einvígið fór 4-4 en Tottenham fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli.Moura fagnar markinu sem skaut Tottenham í úrslitaleikinn.vísir/gettyÍ undanúrslitunum mætti Tottenham spútnikliði Ajax. Hollendingarnir unnu fyrri leikinn í London, 0-1, og voru 2-0 yfir í hálfleik í þeim seinni í Amsterdam. Þá tók Moura til sinna ráða. Brassinn skoraði tvö mörk á fjórum mínútum í upphafi seinni hálfleiks. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann svo markið sem tryggði Spurs farseðilinn til Madrídar. Öll 20 mörkin sem Tottenham hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45 Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00 Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30 Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53 Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Mettilboð frá Tottenham í miðjumann Real Betis Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í síðustu tveimur félagsskiptagluggum en nú lítur út fyrir að félagið ætli að slá félagsmetið í upphafi sumargluggans. 28. maí 2019 17:45
Tottenham vill fá leikstjórnandann í Leicester James Maddison, leikmaður Leicester City, er á óskalista Tottenham. 30. maí 2019 14:00
Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ein af hetjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi leikur ekki með því í úrslitum Þjóðadeildarinnar. 28. maí 2019 07:30
Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Úrslitaleikir Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA verða sýndir í ofurháskerpu á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD. 24. maí 2019 10:53
Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Annað árið í röð er Liverpool komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. 31. maí 2019 10:00
Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00
Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00
Tottenham tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Bournemouth-tvíeykið Mauricio Pochettino vill fá Bournemouth-mennina Callum Wilson og David Brooks til Tottenham. 25. maí 2019 10:01
Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00