Glópagull og gagnaver Tómas Guðbjartsson skrifar 28. maí 2019 08:00 Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull. Bitcoin-námugröftur er þegar orðinn risaiðnaður á Íslandi en í ár má gera ráð fyrir að það fari 110 MW af raforku til gagnavera, sem er á við tvær áætlaðar Hvalárvirkjanir og meiri orka en öll íslensk heimili í landinu notuðu sameiginlega árið 2018. Þessi orkuhít er ekki síður alþjóðlegt vandamál en á heimsvísu þarf Bitcoin meira rafmagn en notað er á öllu Írlandi. Hér á landi kallar þessi uppbygging gagnavera á virkjun fossa og jarðhitasvæða – sem oftar en ekki eru hluti af ósnortnum víðernum. Það er því íslenskri náttúru sem blæðir og blóðtapið er umtalsvert. Það má því spyrja: Er þetta þess virði? Bitcoin er fyrirbæri sem fæstir skilja og gjaldmiðill sem nær ekkert er notaður í hefðbundnum daglegum viðskiptum. Í staðinn hentar hann vel fyrir ógegnsæ viðskipti, t.d. starfsemi glæpahringja, enda erfitt að rekja greiðslur milli aðila. Auk þess sveiflast verðgildið eins og hjartalínurit, eða um 50% á síðastliðnu ári. Þessi „stóriðja“ getur því „gufað upp“ eins og síldin forðum. Og hvað gerir Eyjólfur þá? Ekki bætir úr skák að gagnaver veita nær engin störf og greiða sáralitla skatta hér á landi. Það eru hins vegar orkufyrirtæki eins og HS Orka sem hoppa hæð sína, enda selja þau orku til gagnavera sem upphaflega var ætluð höktandi kísiliðju. En erlendir eigendur gagnavera eru frekir og vilja meira glópagull – og þá er bara að virkja meira. Þar er engu eirt eins og áætlanir HS Orku um virkjanir í Hvalá og Tungufljóti sanna. Áhugi fjárfesta er greinilega mikill því hlutabréf í fyrirtækinu ganga kaupum og sölum fyrir metfé. Er þetta rétt forgangsröðun? Viljum við Íslendingar nota orkuna okkar í svona brask og er virkilega þörf á frekari virkjunum? Mér finnst svarið augljóst: Nei! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tómas Guðbjartsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull. Bitcoin-námugröftur er þegar orðinn risaiðnaður á Íslandi en í ár má gera ráð fyrir að það fari 110 MW af raforku til gagnavera, sem er á við tvær áætlaðar Hvalárvirkjanir og meiri orka en öll íslensk heimili í landinu notuðu sameiginlega árið 2018. Þessi orkuhít er ekki síður alþjóðlegt vandamál en á heimsvísu þarf Bitcoin meira rafmagn en notað er á öllu Írlandi. Hér á landi kallar þessi uppbygging gagnavera á virkjun fossa og jarðhitasvæða – sem oftar en ekki eru hluti af ósnortnum víðernum. Það er því íslenskri náttúru sem blæðir og blóðtapið er umtalsvert. Það má því spyrja: Er þetta þess virði? Bitcoin er fyrirbæri sem fæstir skilja og gjaldmiðill sem nær ekkert er notaður í hefðbundnum daglegum viðskiptum. Í staðinn hentar hann vel fyrir ógegnsæ viðskipti, t.d. starfsemi glæpahringja, enda erfitt að rekja greiðslur milli aðila. Auk þess sveiflast verðgildið eins og hjartalínurit, eða um 50% á síðastliðnu ári. Þessi „stóriðja“ getur því „gufað upp“ eins og síldin forðum. Og hvað gerir Eyjólfur þá? Ekki bætir úr skák að gagnaver veita nær engin störf og greiða sáralitla skatta hér á landi. Það eru hins vegar orkufyrirtæki eins og HS Orka sem hoppa hæð sína, enda selja þau orku til gagnavera sem upphaflega var ætluð höktandi kísiliðju. En erlendir eigendur gagnavera eru frekir og vilja meira glópagull – og þá er bara að virkja meira. Þar er engu eirt eins og áætlanir HS Orku um virkjanir í Hvalá og Tungufljóti sanna. Áhugi fjárfesta er greinilega mikill því hlutabréf í fyrirtækinu ganga kaupum og sölum fyrir metfé. Er þetta rétt forgangsröðun? Viljum við Íslendingar nota orkuna okkar í svona brask og er virkilega þörf á frekari virkjunum? Mér finnst svarið augljóst: Nei!
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar