Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 11:48 Úr höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut, útvarpshljóðver á vinstri hönd. Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent