Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 11:48 Úr höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut, útvarpshljóðver á vinstri hönd. Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49