Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 12:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. Vísir/vilhelm Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17