Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 12:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. Vísir/vilhelm Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17